Minn fyrsta dvergschnauzer eignaðist ég þegar ég flutti inn Dimmu frá Noregi árið 2002. Dimma heillaði mig með persónuleika sínum og gáfum og í framhaldi af því kviknaði áhugi minn á að rækta þessa frábæru hundategund. Eftir mikla leit og vangaveltur urðu svo París og Númi fyrir valinu sem nýjir fulltrúar tegundarinnar. Þau komu svo loks í ágúst og september 2005 eftir fjögurra vikna dvöl í Hrísey. Síðan hef ég haldið eftir hvolpum úr eigin gotum og flutt inn fleiri hunda.
Það má segja að dvergschnauzer hafi algjörlega heillað mig og hef ég haft mikinn áhuga á að leggja mitt af örkum fyrir stofninn. Stóð ég meðal annars fyrir stofnun schnauzerdeildarinnar og var formaður fyrstu árin. Jafnframt fór ég til Noregs til að læra réttu handtökin við snyrtingu tegundarinnar og hef haldið námskeið til að kenna reytingatæknina hér á landi. Ég legg áherslu á að rækta góða og fjölskylduhæfa einstaklinga, sem eru við góða heilsu, vel umverfisþjálfaðir og með svartan og strían feld. En góður og strír feldur gerir alla feldvinnu miklu auðveldari og hundurinn lítur alltaf vel út.
Samkvæmt FCI eru litir í schnauzer aðskildir með tilliti til ræktunar og sýningar og fær hver litur sitt meistarstig og alþjóðlega stig. Í mörgum löndum er bannað að para saman ólíka liti nema sækja sérstaklega um undanþágu til þess og þá eru færð rök fyrir því hvert markmiðið er í ræktuninni. Yfirleitt er það þá gert á þeim forsendum að stofn ákveðins litar er það lítill að sóst er eftir nýjum genum til að víkka hann. Eða að sóst er eftir ákveðnum eiginleikum sem hinn liturinn hefur. Aftur á móti eru einnig lönd sem leyfa blöndun lita og viðhafa ekkert eftirlit með þessu í ræktun. En allt er gott í hófi og nauðsynlegt er að hafa í huga hver sé tilgangurinn með þessu eins og öllu öðru í ræktuninni.
Með innflutningi á mörgum hundum eru ég svo heppin að hafa kynnst góðum ræktendum erlendis sem ég get leitað til og gefa mér ýmis ráð og leiðbeiningar. Hundarnir mínir búa inni á heimilinu og eru alltaf í kringum mig og fjölskyldu mína. Nokkrir búa hérna hjá mér og nokkrir búa annarstaðar sem eru í minni eigu. Vonandi hafið þið
gaman að því að skoða síðuna og endilega hafið samband ef þið hafið einhverjar spurningar.
----------------------------------------
I started to know this breed when I and my familie lived in Norway in five years. After we moved home again we wantet to have a black miniature schnauzer. Then we heard they didn´t exist in Iceland. We decided to import our first female from Norway 2002 which we called Dimma. Dimma fascinated us with her character and we wanted to have another one. We searched for a long time, at last we found Paris and Numi. Finally we had them at our home in august and september 2005 after four weeks in quarantine. Since then I have imported more dogs and had a few litters. I have kept some puppies from my litters and will hopefully be able to go on with my dogs and breed dogs I can be proud of.
Líney Björk Ívarsdóttir
Ásbúð 23
210 Garðabær
Iceland
Tel: +354 8996555
E-mail
Það má segja að dvergschnauzer hafi algjörlega heillað mig og hef ég haft mikinn áhuga á að leggja mitt af örkum fyrir stofninn. Stóð ég meðal annars fyrir stofnun schnauzerdeildarinnar og var formaður fyrstu árin. Jafnframt fór ég til Noregs til að læra réttu handtökin við snyrtingu tegundarinnar og hef haldið námskeið til að kenna reytingatæknina hér á landi. Ég legg áherslu á að rækta góða og fjölskylduhæfa einstaklinga, sem eru við góða heilsu, vel umverfisþjálfaðir og með svartan og strían feld. En góður og strír feldur gerir alla feldvinnu miklu auðveldari og hundurinn lítur alltaf vel út.
Samkvæmt FCI eru litir í schnauzer aðskildir með tilliti til ræktunar og sýningar og fær hver litur sitt meistarstig og alþjóðlega stig. Í mörgum löndum er bannað að para saman ólíka liti nema sækja sérstaklega um undanþágu til þess og þá eru færð rök fyrir því hvert markmiðið er í ræktuninni. Yfirleitt er það þá gert á þeim forsendum að stofn ákveðins litar er það lítill að sóst er eftir nýjum genum til að víkka hann. Eða að sóst er eftir ákveðnum eiginleikum sem hinn liturinn hefur. Aftur á móti eru einnig lönd sem leyfa blöndun lita og viðhafa ekkert eftirlit með þessu í ræktun. En allt er gott í hófi og nauðsynlegt er að hafa í huga hver sé tilgangurinn með þessu eins og öllu öðru í ræktuninni.
Með innflutningi á mörgum hundum eru ég svo heppin að hafa kynnst góðum ræktendum erlendis sem ég get leitað til og gefa mér ýmis ráð og leiðbeiningar. Hundarnir mínir búa inni á heimilinu og eru alltaf í kringum mig og fjölskyldu mína. Nokkrir búa hérna hjá mér og nokkrir búa annarstaðar sem eru í minni eigu. Vonandi hafið þið
gaman að því að skoða síðuna og endilega hafið samband ef þið hafið einhverjar spurningar.
----------------------------------------
I started to know this breed when I and my familie lived in Norway in five years. After we moved home again we wantet to have a black miniature schnauzer. Then we heard they didn´t exist in Iceland. We decided to import our first female from Norway 2002 which we called Dimma. Dimma fascinated us with her character and we wanted to have another one. We searched for a long time, at last we found Paris and Numi. Finally we had them at our home in august and september 2005 after four weeks in quarantine. Since then I have imported more dogs and had a few litters. I have kept some puppies from my litters and will hopefully be able to go on with my dogs and breed dogs I can be proud of.
Líney Björk Ívarsdóttir
Ásbúð 23
210 Garðabær
Iceland
Tel: +354 8996555