• Fréttir / News
  • um mig/about me
  • tíkur/females
    • Sunna
    • Garún
    • Ríma
    • Miska
    • Arya
    • Berta
    • Mía
    • Emma
  • rakkar/males
  • hvolpar/puppies
  • dvergschnauzer
    • upplýsingar um tegundina
    • tík eða rakki?
    • er dvergschnauzer þín tegund?
    • snyrting
    • standardlýsing
Kolskeggs kennel
Sendu okkur mail eða kíktu á okkur á fb
Upprunaland:    
Þýskaland
 
Útgáfa standard:         06.03.2007
 
Nýting:
Heimilishundur og félagi
 
Flokkun FCI:     
Tegundahópur 2
 
Almennt útlit
Lítill, sterklegur, þéttvaxinn frekar en grannur, grófur feldur, fágaður. Smækkuð mynd af Standard schnauzer án þess að vera með dvergútlit.
 
Mikilvæg hlutföll
Kassalaga þar sem hæð á herðakamb er nær því jöfn og lengd líkamans. Lengd höfuðs (mælt frá nefbroddi til hnakkabeins) samsvarar hálfri lengd topplínunnar (mæld frá herðakambi að skottstöðu).
 
Skapgerð
Eðli hans líkist schnauzer og er ákvörðuð af skapgerð og hegðun lítils hunds. Greindur, óttalaus, þrekmikill og árvökull, sem gerir Dverg schnauzer að þægilegum heimilishundi sem og varðhundi og félaga og hæfan til að búa í litlu húsnæði án vandræða. 
 
Höfuð
Höfuðkúbu svæði (cranial region)
 
Höfuð (skull): Sterklegt, aflangt án áberandi hnakkabeins. Kröftugs höfuðið skal vera í samræmi við búkinn. Ennið flatt án hrukka og í samsvörun við brún nefsins.
 
Ennisrót (stop): Vel afmörkuð á milli augabrúna
 
Andlitssvæði (facial region)
 
Nef (nose): Vel formað. Skal alltaf vera svart
 
Trýni (muzzle): Endar í bitlausum fleyg. Brún nefsins bein
 
Varir (lips): Svartar, sléttar og strekktar. Strekkt munnvik 
 
Kjálki/tennur (jaws/teeth): Kröftugur, efri og neðri kjálki. Fullkomið skærabit (42 hvítar tennur) sem eru vel formaðar og lokast vel. Þroskaðir kjálkavöðvar, en kinnarnar mega ekki trufla rétthyrnt höfuðið (með skeggi).
 
Augu (eyes): Meðalstór, sporöskjulaga, horfa fram á við, dökk og lífleg. Augnlokin strekkt.
 
Eyru (ears): Hangandi, liggja ofarlega, v-formuð, innri kantur skal liggja þétt að kinn, jafnt staðsett, beygjast niður á gagnaugu. Leggjast samsíða, ættu ekki að vera fyrir ofan höfuðkúbu. 
 
Háls (neck)
Sterklegur, vöðvamikill hálsinn er drengilega hvelfdur og blandast mjúklega herðakambi. Sterklega byggður, grannur, drengilega bogadreginn og samsvarar vel afli hundsins. Húð framan á hálsi strekkt og laus við hrukkur.
 
Líkamsbygging (body)
Topplína (topline): Örlítið aflíðandi frá herðakambi að bakhluta. 
 
Herðakambur (withers): Er hæsti punktur topplínunnar. 
 
Bak (back): Sterklegt, stutt og strekkt
 
Lendar (loins): Stuttar sterklegar og djúpar. Fjarlægðin á milli síðasta rifbeins og mjaðmar er stutt og sýnist hundurinn samanþjappaður.
 
Malir (croup): Örlítið ávalar og samblandast stöðu skottsins 
 
Brjóst (chest): Hæfilega breitt, ávalt í þvermáli og nær niður á olnboga. Frambrjóstið er greinilega afmarkað með vísun í bringubeinið. 
 
Undirlína og kviður (underline and belly): Síða ekki of mikið uppbrett. Myndar sveigða línu út frá neðri hluta brjóstkassans.
 
Skott (tale): Náttúrulegt. Sóst er eftir að það sveigist eins og sigð.
 
Limaburður (limbs)
Frampartur (forequarters): Séð að framan, sterklegar framlappir, beinar og ekki of nálægt hvor annarri. Séð frá hlið, framhandleggur beinn.
 
Axlir (shoulders): Axlarblöðin liggja þétt að rifbeinunum og er góður vöðvamassi sitt hvoru megin við axlarbeinið. Axlir eru aflíðandi eins og mögulegt er og afturliggjandi, mynda 50° lárétt horn.
 
Bógleggur (upper arm): Liggur þétt að líkamanum. Sterklegur og vöðvamikill, myndar 95°- 105°horn í átt að axlarblaði.
 
Olnbogar (elbows): Mátulega nálægir, vísa hvorki innávið né útávið.
 
Sperruleggur (forearm): Séð frá öllum sjónarhornum, fullkomlega beinn, vöðvamikill og sterklega byggður.
 
Úlnliðs liðamót (carpal joint): Sterkleg, þétt, standa naumlega undan byggingu framhandleggs.
 
Framleggur (pastern): Séð að framan, lóðréttur. Séð frá hlið, aðeins aflíðandi í átt að jörðu, sterklegur og lítilsháttar fjaðrandi.
 
Framfótur (forefeet): Stuttur og hringlaga. Tær, vel hnýttar og hvelfdar (kattafætur), með stuttar svartar neglur og þolinn þófa.
 
Afturhluti (hindquarters): Stendur skáhallt, séð frá hlið. Stendur samsíða, en ekki of þétt saman þegar séð er aftan frá.
 
Læri (upper thigh): Hæfilega löng, breið og vöðvamikil
 
Hné (stifle): Vísa hvorki inn á við né út á við.
 
Fótleggur (lower thigh): Langur, sterkur og vöðvastæltur. Rennur niður í sterklegan hækil. 
 
Hækill (hock): Vel vinklaður, sterklegur, þéttur, vísar hvorki innávið né útávið. 
 
Afturleggur (metatarsus): Stuttur, lóðréttur að jörðu
 
Afturfætur (hind feet): Stuttar tær, hvelfdar og hnýttar. Stuttar, svartar neglur.
 
Hreyfingar
Sveigjanlegar, glæsilegar, fimar og frjálsar. Framfætur sveiflast eins langt fram og hægt er, fjaðrandi afturfætur bjóða upp á nauðsynlegan drifkraft. Framfótur á annarri hliðinni og afturfótur á hinni hreyfast fram á sama tíma. Bakhluti, liðband og liðamót eru þétt.
 
Húð
Leggst vel yfir allan líkamann
 
Feldur
Hárafar: Feldurinn á að vera strír, hrjúfur og þéttur. Samanstendur af þéttum undirfeldi og ekki of stuttum yfirfeldi sem liggur þétt að líkamanum. Yfirfeldurinn er grófur og nægilega langur í samsetningu, ekki broddóttur eða bylgjaður. Hár á útlimum eru ekki eins gróf. Feldur stuttur á höfði og eyrum. Dæmigerð karaktereinkenni er ekki of mjúkt skegg á trýni og loðnar augabrýr sem aðeins skyggja á augun.
 
Litur
  • Einlitur svartur með svartan undirfeld
  • Pipar/salt
  • Svart/silfur
  • Einlitur hvítur með hvítan undirfeld 
Þegar ræktað er pipar/salt er viðmiðið millitónn með jafndreifðum góðum lit, piparlit með grárri undirull. Litaafbrigði leyfð frá dökk járngráum til silfurgrátt. Dökk gríma á að undirstrika útlitið sem passar við litinn á feldinum óháð lit hundsins. Greinileg ljós einkenni á höfði, brjósti og útlimum eru óæskileg.
Fyrir svart/silfraðan er viðmiðið svartur yfirfeldur með svörtum undirfeldi, með hvít auðkenni yfir augum, á vanga, á skeggi og hálsi. Tveir þríhyrnings blettir á brjósti, á framfótum, á fótum, innan á afturfótum og í kringum endaþarm. Enni, háls og utan á eyrum á að vera svart á litinn eins og yfirfeldurinn. 
 
Hæð og þyngd
Hæð á herðakamb, hundar og tíkur á milli 30 - 35 cm
Þyngd, hundar og tíkur um það bil 4 - 8 kg.
 
Frávik
Öll frávik frá áðurnefndum viðmiðum þarf að skoða sérstaklega og líta á sem galla. Hversu alvarlegur gallinn er, skal meta eftir því hversu mikið frávikið er með tilliti til standarlýsingar.
Þungt eða kringlótt höfuð
hrukkur á enni
stutt, oddhvasst eða mjótt trýni
tangarbit
kinnar eða kinnbein sem skaga of langt út
ljós, of stór eða of smá augu
eyru sem liggja lágt, eru of löng eða eru mismunandi staðsett
sparneytni
húðfelling niðurmjór kambur eða háls
langt bak, uppbrett eða veikbyggt
skálgi á baki
malir of aflíðandi 
skott skáhallt á móti höfði
langir fætur
stikandi ganga
stuttur, síður, mjúkur, bylgjaður, lubbalegur, silkimjúkur feldur
brúnn undirfeldur
svartur áll eftir hryggnum (svört lína frá hnakka fram á skott) eða svartur söðull
hjá svart/silfur, ekki nógu afmarkaður þríhyrningur á brjósti
stærð annaðhvort 1 cm yfir eða undir uppgefnum málum
 
Alvarleg frávik
  • Klunnalegur eða of léttur, of háfættur eða lágfættur
  • Andstæða síns kyns
  • Olnbogar vísa út á við
  • Hækill afturfóta, beinn eða opinn
  • Fótleggur of langur
  • Hækill vísar innávið
  • Afturleggur of stuttur
  • Hvítur eða flekkóttur feldur hjá svörtum eða pipar/salt
  • Flekkóttur feldur hjá svart/silfur eða hvítum
  • Undir eða yfirstærð meira en 1 cm en minna en 2 cm
 
Veruleg frávik
  • Feiminn, árásargjarn, grimmur eða taugaveiklaður
  • Vansköpun af einhverju tagi
  • Skortur á tegundareinkennum
  • Gallaður kjaftur, eins og undir eða yfirbit eða skældur kjaftur
  • Galli í byggingu, feldi eða lit
  • Stærð yfir eða undir 2 cm
 
Hundur sem sýnir líkamlega- eða atferlis afbrigðilega hegðun er óhæfur.
Ath. Karlhundur þarf að hafa tvö eðlileg eistu sem falla niður í punginn
 
Þýðing: Líney Björk Ívarsdóttir
Proudly powered by Weebly