• Fréttir / News
  • um mig/about me
  • tíkur/females
    • Sunna
    • Garún
    • Ríma
    • Miska
    • Arya
    • Berta
    • Mía
    • Emma
  • rakkar/males
  • hvolpar/puppies
  • dvergschnauzer
    • upplýsingar um tegundina
    • tík eða rakki?
    • er dvergschnauzer þín tegund?
    • snyrting
    • standardlýsing
Kolskeggs kennel
Sendu okkur mail eða kíktu á okkur á fb

Er dvergshnauzer þín tegund?
Hvað var það sem fyrst vakti athygli þína í sambandi við  dvergschnauzer? Var það hversu fjörugur hann er, eða var það hans sérstaka útlit  með þetta skegg og  augabrýr? Að velja hundategund ætti ekki eingöngu að fara  eftir útliti hundsins. Hundurinn hefur ákveðinn persónuleika sem þú þarft að  lifa með næstu árin og þú þarft að vera viss um það að þér muni líka hann. Að fá  sér hund er stór ákvörðun og mikil ábyrgð. Það gæti verið góð hugmynd að fá sér  hund en það er um leið    12 – 15 ára fjárfesting af tíma þínum, peningum og frelsi.

Picture
Hefurðu tíma og þolinmæði fyrir hund  sem krefst mikillar athygli frá þér? Hefurðu tíma til að þjálfa hann? Fyrir utan  að gera hann húshreinann verður þú að kenna hundinum þínum að ganga fínt í  bandi, að sitja og vera kyrr og að haga sér almennilega innan um  gesti. 
 

Hvað með gelt? Getur þú átt hund sem  geltir? Þegar kemur að því að vernda umhverfi sitt gerir dvergschnauzer það sem  er honum eðlislægt. Það er í eðli hans að gera þér viðvart þegar gesti ber að  garði. Þú verður að þjálfa hann í því að stoppa eftir að þú segir honum að allt  er í lagi. Dvergschnauzer vill hafa síðasta orðið og mun bæla geltið og gelta  með lokaðan munn, jafnvel eftir að þú heldur að hann sé hættur.
Dvergschnauzer  líkar ekki bara að gelta heldur er hann fær um að tala. Hann er í raun fær um  samræður við eiganda sinn. Hann getur tjáð sig með margskonar hljóðum allt frá  lágu kurrhljóði til háværs ýlfur.


Picture
Að þjálfa dvergschnauzer felst stundum í því að sannfæra hann um að það er hann sem á að læra eitthvað nýtt. Ef  þú vilt eignast hund sem stoppar við það sem hann er að gera og kemur um leið og  þú kallar þá er dvergschnauzer ekki tegund fyrir þig. Dvergschnauzer
hefur  ákveðið sjálfstæði. Samt sem áður er hann auðveldur í þjálfun, hann vill gjarnan  læra og hefur gaman að því. Aftur á móti hefur hann sínar eigin skoðanir og þær  falla kannski ekki alltaf saman með þínum skoðunum. Dvergschnauzer heldur að hann sé miklu stærri en hann er og ögrar oft stórum hundum sem kemur honum í miklu meiri  vandræði en hann órar fyrir. Þó hann vilji gera eiganda sínum til hæfis þá kemur  ekkert í veg fyrir að hann taki á rás ef hann sér eitthvað spennandi, t.d. fugl.  Þrátt fyrir allt var dvergschnauzer ræktaður til að elta uppi smádýr og hann  fylgir eðli sínu, hann mun ekki heyra þó þú kallir á hann!


Dvergschnauzer nýtur lífsins þar sem hann er fær um að  skemmta sjálfum sér. Hann er gáfaður og hann veit af því. Hann þekkir skap þitt  og veit hvernig hann á að fá þig til að hlægja og hann veit hvernig hann á að  forðast vandræði. Í stuttu máli þá veit dvergschnauzerinn þinn að hann kemst upp  með mest allt vegna þess að hann er skemmtilegur, þrjóskur, grípandi og klár og  veit hvernig á að koma fram við þig.  

Umfram allt er dvergschnauzer hundur sem hefur ákveðið  sjálfstæði, er auðveldur í þjálfun, alltaf glaður og til í leik og hefur  feldgerð sem krefst reglulegrar  snyrtingar. Ekki láta þér detta í hug að sleppa  reglulegri snyrtingu á feldi í umhirðu hundsins þar sem úr sér vaxinn feldur mun  valda hundinum þínum óþægindum og sársauka. Feldurinn heldur bara áfram að vaxa  og hundurinn mun að lokum sýnast miklu stærri en hann í rauninni er. Þar að auki  byrja hnútar að myndast, sérstaklega á fótum og undir kvið, sem hefta hreyfingar  hundsins. Það getur verið dýrt að láta aðra sjá um þetta fyrir sig, en þú getur  líka lært grunnatriðin sjálfur. Þú bæði sparar pening á því ásamt því að  hundurinn þinn mun öðlast fallegri og strírri feld. Það er ekki flókið að læra  þetta og ættir þú að biðja ræktanda þinn um að kenna þér handtökin. Þar að auki  er mun skemmtilegra fyrir þig sem eiganda dvergschnauzer að geta sinnt þessum  þætti í þínu hundahaldi. Þú munt kynnast hundinum þínum betur.


Proudly powered by Weebly